Nýjustu fréttir

Húsfyllir í Silfurbergi með Oliver Luckett

Um 200 meðlimir og gestir AMIS og Íslandsstofu mættu í Silfuberg í Hörpu í dag til að hlýða á bandaríska samfélagsmiðla gúrúinn Oliver Luckett í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur 9. október síðan 1964 en Leifur, er á heimasíðu Hvíta hússins sagður sonur Íslands og sonarsonur Noregs sem sigldi yfir Norður-Atlantshafið fyrir rúmlega þúsund árum og tók land í Kanada.

Skoða nánar

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið (AMIS)

Er viðskiptaráð fyrirtækja, einstaklinga og stofnana á Íslandi er stunda viðskipti við Bandaríkin. Ráðið hefur náið samstarf við Íslensk-ameríska viðskiptaráðið (ISAM) í Bandaríkjunum, sem er sömuleiðis viðskiptaráð fyrirtækja og einstaklinga þar í landi, sem tengsl hafa við Ísland.